« Zurück zur Text-Übersicht/Back to lyrics index

Á Sprengisandi
(aka »Isländisches Fischerlied«)
(Grímur Thomsen)

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell;
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síða á Herðubreið,
álfadrottning er að beizla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið;
vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

»Der Sprengisandur ist ein Teil des Isländischen Hochlandes zwischen den Gletschern Hofsjökull und Vatnajökull. Gleichzeitig wird auch die durch dieses Gebiet führende Hochlandpiste so bezeichnet (die Sprengisandur). Der Name rührt daher, dass die Pferde möglichst schnell darüber "sprengen" sollten, um die gefährliche Strecke bald hinter sich zu haben und wieder Gras und Wasser vorzufinden.

[...] Die Sprengisandur ist ein sehr alter Weg, der schon in frühesten Zeiten der Besiedelung benutzt wurde. Allerdings war er wegen seiner Wetterumschwünge und seiner Trockenheit auch immer schon gefürchtet. In früheren Zeiten vermutete man, dass hier Trolle und böse Geister sowie Geächtete ihr Unwesen treiben könnten. Diese Ängste haben sich im Text eines der berühmtesten isländischen Volkslieder, „Á Sprengisandi“ niedergeschlagen.«

(aus Wikipedia)